Facebook

Fyrirtækið

Hýsi-Merkúr hf er í eigu tveggja hluthafa. 40% tilheyra hjónunum Þresti Lýðssyni og Klöru Sigurðardóttur en 60% þýska fyrirtækinu Rüko GmbH Baumaschinen. Rüko er að hluta til í eigu Elínar Eggertsdóttur verkfræðings.

Fyrirtækið skiptist í tvær deildir; Merkúr og Hýsi:

Véla- og tækjadeildin Merkúr er umboðs- og þjónustuaðili Liebherr krana og vinnuvéla á Íslandi. Jafnframt selur deildin og þjónustar Putzmeister múr- og steypudælur, Weber þjöppunarbúnað og áföst tæki og tól frá ýmsum framleiðendum. Þessu til viðbótar selur Merkúr stálbelti, allar gerðir gummíbelta og varahluti frá Astrak. Í byrjun desember 2013 keypti Hýsi-Merkúr rekstur Impex ehf. Umboðin sem þar bættust við eru: Tsurumi (dælur), Kaeser (loftpressur), FG Wilson (rafstöðvar), Yanmar (smágröfur), Mase (rafstöðvar), Vermeer (jarðverksborar), Plumett (þræðingartækni), Kuli (brúkranar) og einnig hefur Impex útvegað ýmis sérhæf tæki eins og dælur fyrir hitaveitur, slöngur fyrir dælur o.s.frv. Birgir Sveinsson hjá Impex er nú starfsmaður Hýsi-Merkúr.
Merkúr býður upp á úrval af notuðum vinnuvélum, jafnt til sölu og leigu.

Byggingavörudeildin Hýsi sérhæfir sig aðallega í stálgrindahúsum. Boðið er upp á fullkláraðar forsmíðaðar byggingar sem og tilsniðna einstaka hluti eins og stálvirki og klæðningar. Hýsi býður upp á fjölbreytt úrval af bogahúsum (bröggum) Þar að auki flytur Hýsi inn girðingar, hlið og gabions. Nánari upplýsingar um byggingavörudeildina má sjá á heimasíðu Hýsi.

Félagið Hýsi-Merkúr hf byggir á mikilli reynslu. Flestir starfsmenn þess hafa árum saman starfað við innflutning, sölu og ráðgjöf á þessum krefjandi en jafnframt mjög svo spennandi markaði.

Lögð er áhersla á gagnkvæmt traust og virðingu og að þjóna viðskiptavinum í hvívetna.
Rüko Iceland ehf, dótturfyrirtæki Rüko GmbH Baumaschinen, áætlar að reisa nýjar höfuðstöðvar undir starfsemi Hýsi-Merkúr hf á árinu 2015. Til þess hefur Rüko Iceland keypt lóð að Lambhagavegi 6 í Reykjavík, við hlið Bauhaus. Byggja á nýtt skrifstofu- og verkstæðishúsnæði auk birgðasvæðis. Framkvæmdirnar munu bæta alla aðstöðu Hýsi-Merkúr hf og auka mjög þjónustumöguleika fyrirtækisins.

 

Fréttir